Snjóframleiðsla í Bláfjöll enda skaðar hún ekki vatnsvernd

Snjóframleiðsla í Bláfjöll enda skaðar hún ekki vatnsvernd

Snjóframleiðsla í Bláfjöll enda skaðar hún ekki vatnsvernd

Points

Með snjóframleiðslu er unnt að tryggja skíðafæri í amk, 4 mánuði. Ný skýrsla Mannvits sýnir óumdeilt að snjóframleiðsla skaðar ekki vatnsból höfuðborgarsvæðisins enda snjórinn einungis frosið ómengað vatn. Andstæðingar snjóframleiðslu óttast að aukin bílaumferð ógni umhverfinu. Það er þá verkefni að leysa td. með vistvænum almenningssamgöngum frá Sandskeiði að skíðasvæði. Nú þegar hafa sveitarfélög og íþróttafélög fjárfest í mannvirkjum fyrir á annan milljarð.Snjóframleiðsla eykur nýtingu þeirra

Ef við sem búum hér á höfuðborgarsvæðinu eigum að hafa einhverja möguleika á að stunda skíðaíþróttina er alveg nauðsynlegt að hægt sé að framleiða snjó á þessu annars frábæra skíðasvæði sem Bláfjöllin eru. Þar er búið að fjárfesta í dýrum búnaði, sem oft nýtist illa vegna snjóleysis. Nú er bara að taka af öll tímæli og hefjast handa!

Við eigum góð skíðasvæði á Norðurlandi og Vestfjörðum. Skíðasvæði í Reykjavík er algjör óþarfi, ef ekki snjóar nægjanlega í það. Það eru engin mannréttindi að geta farið á skíði í næsta fjalli.

Mörg íþróttafélög eru með gott fólk sem getur gertmagnaða hluti, er ekkihægt að sleppa þeim lausum í þessi verkefni, Það væri kannski hægt að gefa styrk uppá nokkrar krónur sem stæði straum af viðhaldi vélanna, en að öðru leiti ættu íþróttafélögin að borga þetta. En slíkar hugmyndir gætu kallað á aukin kostnað við þátttöku í skíðastarfinu þar sem íþróttafélögin þurfa að fjármagna sig einhvernvegin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information