Setja göngubrú yfir Bústaðaveg á móts við Bústaðakirkju, svipaða þeim sem eru yfir Miklubraut á móts við Hagkaup og Grund. Fjölmörg börn sem búa norðan Bústaðavegar sækja bæði skóla í Fossvogsdal og stunda íþróttir í Víkinni. Göngubrú á þessum stað myndi auka verulega umferðaröryggi barna í hverfinu. Verði af sundlaug í Fossvogsdal, mun það enn frekar auka á umferð bæði hjólandi og gangandi sem þarf að fara yfir Bústaðaveginn.
Það væri tiltölulega einfalt að koma fyrir göngubrú yfir Bústaðaveg á móts við Bústaðakirkju. Að norðaverðu er brekka upp að krikjunni og ská-akrein sem mætti breyta í hjóla/göngustíg upp að brúnni þeim megin. Að sunnanverðu er nægt landrýni til þess að koma fyrir tröppum og ská-rampa sem gæti tengst inn á nýja hjólastíginn.
Mikilvægt að þetta sé gert miða við umferð sem er í bústaðahverfi. Annaðhvort setja göngubrú eða loka bústaveg á milli 07:30 til 09:00 og 13:30 til 15:00 fyrir almenna umferð. Ég er búinn að horfa allt of oft upp á það að bílar eru að fara yfir á rauðu, fyrir utan það hef ég lent tvisvar í því að vera næstum keyrður niður í rúmlega ár sem ég hef búið í þessu hverfi og þá var ég að ganga yfir gangbraut.
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7554
Algjörlega nauðsynlegt. Við erum að senda börnin okkar þvers og kruss yfir þessa hættulegu götu. Íþróttaæfingar, skátar, tónlist. Börnin okkar þurfa yfir þessa götu oft á dag.
Væri ekki nær að hanna götuna og gatnamót þannig að gangandi umferð hafi sýnilegan forgang? Hægja á umferð, lækka hraða og hafa upphækkaðar gangbrautir. E.t.v. er besta leiðin við að auka öryggi gangandi ekki að ítreka forgang og hraða bílaumferðar með því að aðskilja gangandi enn frekar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation