Barnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum
Ég myndi vilja sjá þessa tillögðu verða að veruleika en og jafnvel líka að skoða með fríar ferðir fyrir yngstu börnin. Þannig mætti auka notkun Strætó hjá þessum aldri sem og að í neyð yrði möguleiki fyrir þau að fá far án þess að þau væru með pening fyri fargjaldi.
Ég á 3 börn 16 ára,10 ára 4 ára. Ég þarf nokkru sinnum í viku að fara af stað og slíta götum borgarinnar og kaupa meira eldsneyti og menga meira til að koma mínum börnum hingað og þangað í frístundum. Það hlýtur að vera haghvæmara að hafa hreinlega frítt í strætó fyrir börn á skólaaldri.
Það er í hæsta máta óeðlilegt að rukka börn um hærra gjald í strætó borgi þau með peningum en ekki með barnamiðum eða korti en þannig er það í dag. Komi barn eða foreldri með barn í strætó og borgi með klinki þarf að borga fullt gjald, sé búið að kaupa miða (barnamiða) þá borgar barnið barnagjald.
nei, það ætti að gefa út skólakort fyrir grunnskólanema á höfuðborgarsvæðinu. Grunnskólanemar ættu að geta fengið frítt far með strætisvögnum með þessu grunnskólanemakorti.
Það er fáránlegt að barn þurfi að ganga um með 350 kr eða 700 kr fyrir tvær ferði semsagt fram og til baka bæði er margt annað hægt að gera með þennan pening og ég myndi bara halda að þetta bjóði bara upp á það að peningnum sé rænt af þeim þar sem kanski aðrir krakka jafnvel eldri vita að þessi tiltekni krakki þarf að taka strætó og gengur þá kanski með "slatta" af pening ( 350-700 kr) á sér
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation