Hundagerði á Klambratún

Hundagerði á Klambratún

Hundagerði á Klambratún, á svæði þar sem nú er malarvöllur við Lönguhlíð. Malarvöllurinn er vannýtt svæði og mætti grasleggja, setja upp leiktæki fyrir hunda og bekki fyrir hundeigendur. Væri tækifæri fyrir Reykjavíkurborg að sýna metnað í aðstöðu fyrir hunda og mætti nýta þjónustugjöld vegna hundahalds í kostnað við standsetningar á svæðinu.

Points

x

Frábær hugmynd, ég fer oft á Klambratún og hef aldrei séð þetta svæði nýtt. Ég er þeirrar skoðunar að þetta geti endað eilífar umræður um hvort leyfa eigi hunda á Klambratúni eða ekki, þarna geta hundar&eigendur verið afslappaðir innan girðingar.

Flott að hafa stað þarna miðsvæðis þar sem hundarnir mega spretta úr spori og leika sér taumlausir. Leysir eflaust það vandamál að sumir séu með hunda lausa á opna svæðinu án leifis :) Ennig er þetta svæði aldrei nýtt í neitt annað svo vinningurinn er tvöfaldur, sérstaklega ef gerðið er nógu stórt til að stórir hundar geti hlaupið meira en 3 skref eins og í flestum hundagerðum. Má taka gerðið í Mosfellsbæ, eða enn betra á Akureyri til fyrirmyndar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information