Viðbygging við skautahöllina okkar!
Viðbætur við Skautahöllina í Laugardal eru löngu tímabærar og gagnast bæði þeim sem iðka íþróttir og almennum íbúum sem hafa áhuga á því fara á skauta. Þetta er því almennings aðgerð sem allir íbúar njóta góðs af.
Löngu tímabært
Ég velti fyrir mér samhengi texta og myndar, í textanum er talað um stækkun hallarinnar en myndin sýnir útiskautasvell. Ég væri til í að sjá lítið útiskautasvell í Laugardalnum þar sem fjölskyldur og börn gætu skemmt sér í rólegheitum. Það er mótsagnakennt að skauta innandyra.
Sammála! Þörfin er gríðarleg og hefur verið það of lengi. Tökum framkvæmdagleðina í að byggja alla þessa fótboltavelli okkur til fyrirmyndar og veitum ísíþróttum þá grunnaðstöðu sem þær þurfa.
Löngu orðið tímabært!
Löngu tímabært 👏
Löngu orðið tímabært að stæka höllina. Iðkenda fjöldin er orðin það mikil og það þarf að svara þeiri eftirspurn.
Löngu tímabært
Það er ekki nóg pláss fyrir alla að njótta þessi ípprótt og alltof margir á sama tíma á ísnum sem er hættulegt. Það bráðvantar meira pláss.
Þetta er í þriðja sinn sem ég reyni að skrifa hér inn...vonandi virkar þetta núna! Já takk!
Starfsemin sprungin og þarf bætta aðstöðu fyrir iðkendur og almenning
Sammála
Löngu löngu længu kominn timi til!!
Það er mjög mikil þörf á uppbyggingu og sem fyrst. Það hefur ekkert verið gert í fjölda mörg ár.
Mjög tímabært að bæta við svelli. Það þarf að að fjölga iðkendum og félögum innan greinanna sem æfa i Laugardalnum og til þess þarf annað svell. Svell, búningaaðstöðu og æfingasvæði svo hægt sé að halda heimsmeistarakeppnir svo vel sé.
Löngu tímabært, vantar svo mikið aukinn ístíma fyrir iðkendur i öllum greinum íþróttarinnar
Löngu tímabært, ef það væri svo byggt svell með almennri hringstúku og klefum væri hægt að halda stóra viðburði þarna
Aðstaðan er löngu sprungin, hef verið með iðkanda þarna i nokkur ár.
Þetta er ofgóð hugmynd ég t.d. æfi skauta og þetta orðir l-öngu tímabært😀
Dóttir mín er búin að vera æfa í 4 ár skauta þarna. Mætir á æfingar kl 06 á morgnanna og er líka á æfingum til rúmlega 21 á kvöldin. Það er algjör tímaskekkja þar sem svefn unglinga er mjög mikilvægur. En listskautarnir keppa um ístíma við hokkíið og almenningstíma því er ekki hægt að hafa þetta öðruvísi. Þannig stækkun á Skautahöllinni er löngu tímabær.
Mjög þörf framkvæmd. Skautahöllin er löngu sprungin. Við sem tengjumst skautaíþróttinni höfum vitað það í laaangan tíma.
Ég á 2 drengi sem iðkuðu íshokkí og það var alltaf vöntun á tímum á ís. Þetta er einstaklega krefjandi og skemmtilegt sport sem hefur farið ört fjölgandi undanfarin ár. Í keppnum/mótum þurfti alltaf að fella niður æfingar td listskauta iðkenda á meðan mót var haldið fyrir íshokkí og öfugt. Nýtt svell-stækkun myndi svo sannarlega gefa mikla stækkunarmöguleika í skautaíþróttum . Endilega fara í þetta strax
Algerlega tímabært! Biðin hefur verið ansi löng eftir nýju æfingarsvæði. Félögin eru sprungin og íþróttirnar sem þurfa ís takmarkast gríðarlega af þeim tíma sem í boði eru og almenningur fær nánast ekkert að njóta. Það var þörf fyrir 20 árum en nú er ekki hægt að bíða lengur.
Aðstöðuleysi hefur allt of lengi staðið skautaíþróttum fyrir þrifum í Reykjavík. Sem dæmi má nefna að íshokkífélagið Esja, sem var stofnað 2014 og varð Íslandsmeistari í karlaflokki strax árið 2017, lagði upp laupana 2018 fyrst og fremst vegna aðstöðuleysis. Liðið þurfti alla sína tíð að æfa klukkan hálf ellefu til hálf tólf á kvöldin í Laugardal. Skautaíþróttir gætu mjög fljótt tekið stór skref fram á við ef bætt yrði við fleiri skautasvellum. Styð þessa hugmynd heilshugar.
Það er mikil þörf á þessu!!
Núna, tildæmis, hefur höllin verið leigð út fyrir kvikmynda upptöku (sem er frábært) en börnin og aðrir geta því ekki æft á meðan. Nú væri gott að vera með auka svell og aðstöðu. Einnig þegar það eru keppnir þá forfallast æfingar. Látum nú verða að þessu og styðjum við þessa frábæru íþrótt.
Það þarf að stækka skautahöllina.margir iðkendur á sama tíma í námi en lítið plás til að æfa.það er sprungið
Löngu orðið tímabært að fá höll sem rúmar listhlaup og hokky þannig að börnin okkar getu æft á eðlilegum tímum dags
I started figure skating when I moved to Iceland and as much as I love our club I hate the ice rink. There’s no space to warm up - we constantly accidentally hit each other and can’t really warm up properly. There’s also no space to stretch after training - lack of stretching can caused me injuries! Hard to find ice time and we never get to just have fun and free skate with friends because there’s almost no public ice time. New ice rink would also help Iceland to step up the winter sports game!
Kominn tími til!
Löngu tímabært. Almenningur þarf að fá sitt frístundasvell svo íþróttafólkið okkar í hinum ýmsu skautaíþróttum geti stundað sína íþrótt án þess að vera settar skorður vegna almennings. Auk þess er það til skammar að ekki sé almennileg upphitunar og afís aðstaða til staðar.
Framfarir og breytingar sem urðu á listskautum á Íslandi voru framar öllum vonum fyrstu árin eftir að byggt var yfir svellið. Listskautar á Íslandi eiga þó langt í land til þess að hægt sé að stunda íþróttina á þann veg sem nágrannaþjóðir okkar geta. Með stækkun skautahallarinnar eiga iðkendur íþróttarinnar möguleika á að taka annan vaxtarkipp líkt og þann sem átti sér stað þegar byggt var yfir. Sýnum íslenskum skauturum stuðning í verki og bjóðum þeim upp á viðunandi æfingar og keppnis aðstöðu.
Heyr heyr! Mikil þörf
Það vantar sárlega annað svell til að koma til móts við aukinn fjölda iðkenda, líka til að auka aðgengi almennings að ísnum og kveikja áhuga hjá nýjum iðkendum.
Löngu tímabært að bæta aðstöðu skautaiðkenda. Mjög erfitt að fá ístíma til þjálfunar.
Mikil þörf á betri aðstöðu
Þetta er orðið svo löngu tímabært. Ég æfði skauta fyrir 20 árum og æfingar oft kl 6 og meira að segja 05 á morgnana og einnig til miðnættis. Því eftirspurnin eftir ísnum var svo mikil. Það er búið að vera þörf á þessu allt of lengi. Hrindið þessu af stað strax svo hægt verði að þróa íþrôttina lengra
600 - 700 iðkendur æfa skauta ekkert pláss fyrir upphitun fyrir æfingu og teygjur eftir æfingu sem kemur í veg fyrir slys. Aðstaðan fyrir löngu sprungin Með von um úrbætur.
Ég er sammála með að það þurfi að bæta aðstöðuna. Ég myndi samt vilja finna skautahöllinni betri stað. Henni fylgir mikil hávaðamengun á mjög vinsælu útivistarsvæði. Skautahöllin þarf ekki að vera á útivistarsvæði.
Þetta er mikilvægt skref fyrir framþróun ísíþrótta á Íslandi. Það eru miklir möguleikar fyrir Ísland að þróast og ná langt í ísíþróttum. Eins og er er þeim haldið aftur af litlum ístíma en með nýju svelli getur sú þróun virkilega komist af stað og Ísland átt góða möguleika á að ná langt í ísíþróttum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation