Gangstéttar beggja vegna aksturshluta Amtmannsstígs nægja í besti falli einni gangandi manneskju og stundum engum. Legg til að við breytum aksturshlutanum í einstefnugötu niður götuna og breikkum gangstéttar beggja vegna. Breyting í einstefnu myndi ekki skerða aðgengi keyrandi, það er lítið mál að koma upp Bókhlöðustíginn hinum megin við Menntaskólann í Reykjavík, sem er hægt að keyra upp frá Lækjargötunni sama úr hvaða átt maður kemur, og þaðan komast á Amtmannsstíginn ýmist frá Þingholtsstræti eða Ingólfsstræti. Mynd frá Google Maps.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation