Borgin myndi sér stefnu viðað þróa opin og frjálsan hugbúnað

Borgin myndi sér stefnu viðað þróa opin og frjálsan hugbúnað

Borgin myndi sér stefnu viðað þróa opin og frjálsan hugbúnað

Points

Ef borgin setur sér raunhæfa stefnu í að virkja þá peninga sem fara í kerfisþróun í þá átt að þróa opin og frjálsan hugbúnað, þá mun þeim peningum vera varið í raunverulega þróunar aðstoð fyrir allan heiminn. Með því að virkja hugbúnaðarfólk sitt með hugbúnaðarfólki annara borga og stofnanna í opin og frjáls verkefni, þá næst mikil hagræðing vegna uppfærslu og rekstraröryggi tölvukerfa allra þátttökuborga.

það er mikið af fólki sem eru færir forritarar víða um borgarkerfið, hvort sem er í A-hluta eða samstæðu borgarinnar. Ef við horfum líka á borgir í öðrum löndum, þá margfaldast þessi fjöldi. Þarna á bakvið er fjöldi vinnustunda sem má nýta í opnar og frjálsar hugbúnaðarlausnir sem myndu nýtast borginni, en til þess þá þarf að vera teymi sem heldur utanum þessi tengslanet. Þetta teymi má þá flokka sem erlend samskipti og þróunaraðstoð. Jafnframt sem það nýtist borgarkerfunum.

Opinn hugbúnaðarþróun í Reykjavík. go go go

Ég er algjörlega tölvuheft - en samt líst mér vel á þessa hugmynd, að baki henni er enginn skýjakastali heldur heilbrigð skynsemi. Og er ekki alltaf verið að tala um að við séum svo framarlega í tölvumálum ? Og svo dugleg að taka við nýjungum ?

1. Borgin myndar sér sjálf stefnu svo að hægt verði að skoða þessahagræðingarkosti af alvöru 2. Borgin fari í fararbroddi og byggir upp tengslanet við tölvudeildir annara borga og nær þannig að innleiða opin kerfi í samstarfi með öðrum borgum stutt af tæknifólki allra borganna samtímis. 3. Búa við öruggan og frjálsan hugbúnað ásamt því að taka virkan þátt í þeirri samfélagslegu ábyrg að gefa öðrum borgum kost á að búa við sama öryggi og frelsi. Við gætum gert samstarfssamninga við allar borgirnar og verið með meiri veltu í þessu verefni heldur en velta orkuveitunnar þarsem samstarfborgirnar leggjatil fé og mannskap. Svo höldum við úti fyrsta flokks hugbúnaðarlausnum fyrir Borgir í öllum heiminum, hvort sem um ræðið borgin í Afríku, Kína, þýskalandi eða Kanada. Borg sem innleiðir eitt kerfi mun væntanlega vera með einn starfsmann eða fleiri sem tengjast þessu þróunarnetverki og þannig stækkar þróunarnetverkið í takt við fjölda þátttakenda. það eru æðimargar vinnustundir. Ég skora á Reykjavíkurborg að vera í fararbroddi í þessum málaflokki og ná fram hagræðingu fyrir allan heiminn. Ég sé í hyllingum fyrir mér árlega ráðstefnu þessa netverks hérna i reykjavík sem ýtir undir vetrarferðamennsku. Ég get haldið áfram með svona tengingar...

Gaman þætti mér að vita hver hefur gert þetta í mínu nafni

Með opnum hugbúnaði og samvinnu á milli sveitarfélaga er hægt að samræma og einfalda stjórnkerfi sem dregur úr kostnaði og bætir jafnframt alla áætlanagerð. Þá væri hægt að opna fyrir aðgengi almennings og skapa þannig aukið aðhald sem og virkja íbúana sjálfa til að taka þátt í að betrumbæta rekstur sveitarfélaganna. Með því að virkja sem flest til þátttöku í slíkri vinnu er verið að nýta dulin mannauð og jafnframt auka fjölbreytni starfa sem skilar sér í ánægðari starfsmönnum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information