Bakvið Miðbæ við Háaleitisbraut er skemmtilegur garður og mjög veðursæll á sumrin. Við fjölskyldan höfum stundum farið með nesti og teppi þangað. Hann er hinsvegar í órækt og mjög sjaldan sleginn yfir sumartímann. Það væri hægt að gera mikið fyrir þetta svæði með því að koma fyrir borðum með bekk og kannski 1/2 leiktækjum. Svipuð framkvæmd var gerð við svæðið fyrir aftan Grennsárskirkju í fyrra og er allt annað að sjá það. Þetta þarf ekki að vera kosnaðarsöm aðgerð en vekur eflaust mikla lukku.
Hvassaleiti er íbúagata sem er því miður nýtt í gegnumakstur og umferð er oft yfir hámarkshraða. Blómaker í götunni miðri er ódýr lausn sem eykur umferðaröryggi götunnar mikið. Með þessu fyrirkomulagi er komið í veg fyrir að fólk keyri götuna til að "stytta sér leið" í hverfinu.
Sammála tillögunni! Þörf á að draga úr hraða í götunni og auka merkingar á gangbrautum/hraðamerkingar.
Frábær hugmynd, ég styð hana heilshugar!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation