Aðskilja Bryggjuhverfið frá öðrum hverfum borgarinnar
Bryggjuhverfið við Grafarvog á ekki samleið með öðrum hverfum í Reykjavík. Hverfið er skráð með póstnúmer 110, en íbúar sækja kjörfund í 112. Að öðru leyti sækja íbúar hverfisins sína þjónustu hingað og þangað í borginni. Samkvæmt skipulagi átti hverfið að ná frá Gullinbrú á Austri að Elliðaám í vestri. En ekkert hefur verið gert fyrir hverfið sem slíkt og virðist það vera algert olnbogabarn borgaryfirvalda. Í hverfinu átti að rísa barnaheimili og önnur þjónusta en ekkert hefur verið gert.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation