Útrýmum veggjakroti í miðbænum
Ég hef ekkert á móti graffití, þar sem það er samþykkt og er vel gert. Krass út um allar trissur er hins vegar argasta skemmdarverk, sóðalegt og öllum til vansa. Ég vil draga alla til ábyrgðar, fórnarlömbin (húseigendur), gerendur (börn og unglingar) og aðstandendur þeirra ásamt yfirvöldum borgarinnar. Með sameiginlegu átaki, fræðslu og áróðri má stemma stigu við veggjakroti. Veggjakrot kallar alltaf á meira veggjarkrot, smitar út frá sér, og því nauðsynlegt að berjast stöðugt gegn því.
Ég styð þessa hugmynd en vil gera við þetta málefni athugasemd. Hvergi í heiminum má finna dæmi um að veggjakroti hafi verið útrýmt. Þetta verður í besta falli mikil barátta við 'up-and-coming' graffiti listamenn. Það er spurning hvort ekki megi draga úr skemmdaráhrifum þessa listforms með því að snarauka aðgengi að svæðum sem ýta undir þessa hegðun samhliða því að gera húseigendum leyfilegt að ráðstafa útveggjum til þess sama þar sem vilji er til. Ég legg til samstarf við graffarana. Hóum þeim saman á fund með mótaðilum (sveitarfélögum og fulltrúum húseigenda) og finnum málamiðlun. Svart-hvít afstaða a la 'No tolerance' afstaða síðastliðinna ára bara dugir ekki til.
Styð að eigi að sporna gegn veggjakroti (og greini þar á milli grafiti og krots) en með 2 athugasemdum: 1) þetta er ekkert einkavandamál miðbæjarins. Átakið ætti að taka til borgarinnar alla. 2) Skil ekki alveg hvernig á að gera húseigendur ábyrga. Sömu veggirnir eru krotaðir aftur og aftur - á saklaus eigandi að standa kostnað að þrifum í hvert skipti? Svo að lokum: Var staddur í nokkrum borgum í USA í sumar. Á Manhattan, San Diego, San Fransisco og nokkrum "minni" borgum sá maður varla veggjakrot. Enda sektað stíft fyrir slíkt.
Gestur... Manhattan Graffiti: http://ratroad.com/index.php/articles/item/362-new-york-lower-manhattan-graffiti San diego graffiti: http://puregraffiti.com/art/2010/08/oceanside-san-diego-graffiti/ San Fransisco graffiti: http://www.flickr.com/photos/cassidy/sets/58512/ Bíddu með það að tala áður en að hugsa. Þessar borgir eru með graffiti viðvörunaráætlun sem þýðir bara að þeir eyða meiri pening í að fylgjast með þessu og taka þettta burt eins fljótt og þetta kemur burt en vandamálið leysist ekki. Þarf að vinna með fólki sem er að graffa og gera fleiri staði sem hægt er að graffa á.
Átt sennilega við að ég eigi að hugsa áður en ég tala. Eða í raun að ég hugsi áður en ég pósta. OK – til í það en bið þig samt að lesa það sem ég setti fram: Ég er að segja frá því sem ÉG sá og upplifði – ÉG sá varla veggjakrot. Sagði aldrei að það væri ekkert eða að ég hafi ekki séð neitt. Legg til að þú lesir áður en þú póstar. Auðvitað leysist vandamálið ef þeir sem skemma eignir annarra eru sektaðir fyrir skemmdaverkin. Áður en þú svarar þessu: LESTU það sem ég póstaði og ekki síður það sem þú póstaðir: ÉG greini á milli listar og krots og þessi umræða er um krot á staði sem hefur ekki verið veitt heimild til að nota. ÞÚ bendir á að þessar borgir hafi áætlanir til að fjarlægja krot. Það er bara einmitt það sem þessi tillaga fjallar um. Það að þetta "leysi ekki vandamálið".... Með sömu rökleiðslu getum við bara sleppt að sekta fyrir skattsvik og hraðakstur því að þrátt fyrir sektir eru þessi brot enn framin.
Annaðhvort horfa á þetta vondum augum og reyna að útrýma þessu eða koma til móts við "skemmdarvargana" og einfaldlega gefa leyfisveggi. Því að ef það eru engir leyfisveggir hvar eiga áhugamenn þá að fá útrás fyrir listrænar þarfir sínar?
Það á að gera eins og hefur verið gert erlendis, að setja himinháar sektir við veggjakroti! Það er það eina sem virkar. Það sem næst inn með sektum er notað til að hreinsa upp ósómann.
Nú þarf fólk að gera sér grein fyrir þvíað útrýming veggjakrots er ómöguleg, nú finnst mér þessi litlu krot út um allr alveg hræðilega ljót, en í hvert skipti sem málað er yfir, þá er einfaldlegav erið að búa til nýtt blað fyrir krotara. Mér finnst að borgin ætti að koma meira til móts við þessa krakka, og bjóða þeim veggi sem þarfnast upplífgunar og leyfa þeim að gera einhver flott listaverk, því það er síður krotað yfir listaverkin. Leyfa þeim að njóta sín, koma listamönnum upp, minnka krot.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation