Að skipta um gras á vellinum og setja betra gras t.d gervigras sem eiðist ekki á einu ári. Bæta mörk og aðstöðu setja bekki og útiljós við fótaboltavöll.
Núna er völlurinn búinn að vera ónýtur í um 3 ár og ekkert hefur vrið gert í því að laga völlinn. Völlurinn sem kallast Nonnatún er með risastórri holu á miðjum velli. Völlurinn er algjört drullusvað og bæði getur verið hættulegur vegna holna í honum,einnig eru steinar sem ekki er gott að fá í sig. Það vantar líka ljósastaura á völlinn þar sem að göngu stígur er með fram vellinum.
Þegar maður er á þeim aldri að leikvellirinir eru ekkert spennandi þá fór maður vanalega á "Nonnatún" í fótbolta, en nú þegar grasið er annað hvort lítið og hart eða drulla þá er eiginlega ekkert hægt að gera í hverfinu. Að fá gervigras í skerjó væri tær snilld
Börn á ólíkum aldri hafa gaman af að vera úti að leika á sumrin. Góður fótboltavöllur eykur líkur á að hverfið sameinist á vellinum. Skerjafjörður á sitt eigið fótboltafélag sem hefur hvergi átt gott æfingarsvæði því Starhaginn er undirlagður af æfingarliðum KR. Eitt sumarið öttum við foreldrar og börn kappi við hvort annað á sætum sumarkvöldum. Sú minning lifir enn í hugum okkar - Gleðin, glensið og samveran sem hristi okkur saman, íbúana. Eru slík dæmi ekki hluti af heilbrigðu samfélagi ?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation