Bensínstöðina í Grafarholti burt

Bensínstöðina í Grafarholti burt

Bensínstöð ÓB er við hliðina á skólanum; Ingunnarskóla og frístundaheimilinu; Sjörnulandi og er hún fyrir og ekki viðeigandi að hafa bensínstöð ofaní skólastarfi. Þarna má einfaldlega bara fjarlægja bensínstöðina og fá td. pláss fyrir hana við hliðina á KFC, Húsasmiðjunni eða þar í nágrenninu í Grafarholtinu eða bara sleppa því að hafa bensínstöð í Grafarholti þar sem bensínstöðvar Shell og N1 eru í nánasta nágrenni.

Points

Eldhætta og fyrir utan það að staðsetningn er skipulagsslys þar sem þeir sem eru að kaupa bensín komast hvorki lönd né strönd þegar verið er að sækja börn í frístundaheimilið. Bensínstöðin er líka "ljót" og stendur þarna eins og skrattinn úr sauðaleggnum efst á Holtinu. Börn eru oft að leika sér að reyna að kveikja í bensíni og getur starfsfólk Fókus vitnað um það. Bensínstöðin þjónar einungis íbúum í Grafarholti svo ekki getur verið mikill hagnaður á stöðinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information