Sólheimasafn stendur á frekar stórri lóð sem er algjörlega ónýtt og illa hirt. Hugmyndin er að stækka bókasafnið út í garðinn og hafa þar pall með stólum og bekkjum, hengirúmum eða hengistólum, fallegum trjám og gróðri. Einnig væri hægt að hafa opið bókasafn útivið í anda Little Free Library (http://littlefreelibrary.org). Hér má sjá ýmsar hugsanlegar útfærslur á bókagarði: http://www.pinterest.com/warrlib/library-outdoor-areas/
Fallegur og aðgengilegur bókagarður myndi stækka litla Sólheimasafn og gera það sýnilegra. Einnig væri mögulegt að hafa viðburði útivið, s.s. ritsmiðjur á sumrin, upplestra og námskeið sem haldin eru í safninu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation