Við styðjum þá sýn að hverfi verði sjálfbær og þróist inn á við. Það krefst aðgengis að fróðleik og upplýsingum fyrir allir íbúa, yngri sem eldri og fædda sem nýja Íslendinga. Við viljum opna vef - vesturb.org með yfirskrift: „Þar vorsól fegurst skín“. Að verki koma þeir sem þekkja störf Íbúa-samtaka Vesturbæjar frá 1977 er samstarf íbúa var mikið og fjölþætt. Enn leynist í Gamla Vestur-bæ fjölbreytni og margt að skoða og skapa. Þekkingu, reynslu og vinnu búum við að en fjárstyrks er þörf
Rökin eru felld inn í lýsinginu á hugmyndinni. Þau draga fram að hugmyndin fellur vel að framtíðar-sýn aðalskipulags og tillagan er vel til þess fallin að skapa grundvöll að víðtæku og öflugu sam-starfi íbúa þar sem rými er fyrir hugmyndir og samvinnu við framkvæmdir. Við rökstyðjum kunnáttu og áhuga á að leggja slíku verki lið en teljum rétt að verkefnið njóti styrks Reykjavíkur við að undirbúa og opna vesturb.org og veita lið við rekstur fyrstu þrjú árin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation