Aukahólf á almenningsrusl fyrir dósa- og flöskusafnara
Við höfum öll tekið eftir þeim fjölbreytta hópi tekjulágs fólks sem gægist ofan í ruslatunnur til að safna dósum og flöskum til endurvinnslu. Þetta fólk þykir mér eiga skilið þakklæti, því það hjálpar samfélaginu við flokkun og endurvinnslu. Væri athugandi að setja upp einhvers konar aukahólf við almenningsruslakassa sem taka sérstaklega við flöskum & dósum, sem fólkið gæti svo auðveldlega losað?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation