Byggingabann á Öskjuhlíð
Mikið er í fréttum tilhögun sölu Orkuveitunnar á Perlunni í Öskjuhlíð. Hæsta tilboð, og það sem virðist hugnast blankri Orkuveitunni, er með kröfu um byggingaleyfi fyrir 15000 fm hóteli við hlið Perlunnar. Perlan var á sínum tíma afar umdeild bygging og hefur sjáfsagt alltaf verið fjárhagslegur baggi á eiganda sínum. En Perlan er orðin eitt af einkennum borgarinnar, er mjög athyglisverð hönnun og hægt að nýta miklu betur í þágu almennings en gert er í dag. Hýsið þar náttúruminjasafn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation