Reykjavíkurborg mætti finna og leigja út húsnæði sem nýtist undir dagforeldra. Og taka börnin fyrr inn á leikskóla.
Ástandið er hrikalegt hérna í miðbænum, mikil þörf fyrir fleiri pláss. Ef Reykjavíkurborg myndi leigja út húsnæði fyrir fleiri dagforeldra þá myndu allir vinna. Leigutekjur til borgarinnar, atvinna fyrir dagforeldra, pláss fyrir fleiri börn og foreldrar geta farið áhyggjulausir út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof.
Ég er sammála er sjálf dagforeldri í bænum. Vildi geta fengið betra húsnæði í hverfinu á góðum kjörum en ekkert í boði svo ég er að fara hætta. Gerðist dagforldri til að koma barninu í dagforeldrapláss svo maður reddaði sér bara.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation