Samræmd umferðarljósastýring þar sem umferð verði t.d. beint niður í bæ á morgnana og upp úr bænum síðdegis þannig að flestir þurfi ekki að bíða á ljósum, amk. sem styðst. Jafnframt verði forgangsumferð hleypt fram hjá. Það myndi þýða greiðari umferð, sem færi á löglegum hraða. Minni tafir og miklu minni mengun.
Kerfið ekki að virka í núverandi ástandi
Vegna þess hversu kerfið er „kaotískt“ í dag er erfitt að komast sinna leiða í bænum, sérstaklega á álagstímum. Vitlaus tímasetning á ljósum, breytingar á ljósum vegna forgangsumferðar og almenn óregla á ljósastýringum er ástæða þess að eitt árið er hægt að fara í gegnum mörg ljós á löglegum hraða en annað árið þarf að stoppa á hverju ljósi. Þessi óreiða skapar slysahættu, mengun, kostnað og tíma. Þessu er hægt að breyta með því að setja upp stýringu á þessu og skipuleggja þetta betur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation