Háteigsvegur á milli Þversholt og Löguhlíðar er helst til mjór til að geta borið tvístefnu og þá sér í lagi umferð Strætó og langferðabíla. Flókagatan ber þessa umferð hinsvegar auðveldlega. Það er lítið mál að breyta götunni í einstefnu, hvort sem það væri upp, niður eða í hvora áttina frá/að Reykjahlíð. Samhliða þessu væri hægt að gera hjólastíg í götunni og eða snúa bílastæðum á ská.
Færir umferðina á þá götu sem ber hana. Meira umferðaröryggi fyrir íbúa.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Erfitt að aka Háteigsveg. Bílum lagt beggja vegna þ.e. norðan & sunnan. Strætisvagnar ganga bæði í austur- & vestur átt. Aukinn fjöldi langferðabíla fer um Háteigsveg með ferðamenn vegna fjölda gististaða í hverfinu. Dreifa þarf umferð á fleiri götur í nágrenninu.
Mætti gjarnan banna rútum að keyra á þessum litlu götum, það væri allavega ágætis byrjun.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation