Leggja upphitun í aðalgöngustígana á Klambratúni. T.d. mætti leggja affallsvatn í þetta, en Orkuveitan er nú þegar að fá til baka affallsvatn úr hverfinu, vatn sem íbúar hafa þegar greitt fyrir notkun á og fá engan afslátt af þó OR hirði vatnið til baka.
Stígarnir eru mjög fjölfarnir en gríðarlegt svell myndast þarna yfir vetrartímann sem ekki er sinnt sem skyldi, með viðeigandi söltun/söndun/mokstri. Stórhætta skapast oft af þessum sökum og mætti spara umtalsverðan kostnað til lengri tíma litið, ef hiti væri lagður í stígana og þar með komið í veg fyrir að endalaust þyrfti að sinna þeim til að fært sé fyrir þann fjölda fólks sem nýtir stígana. Nú þegar lýsing við stígana er loks orðin skömminni skárri, er orðið tímabært að koma hita í þá líka
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Klambratúnið er fallegt á veturna og væri gaman ef aðgengi væri þar allan ársins hring.
Ég tek undir að bæta þurfi ástand göngustíga á Klambratúni. Setja almennilegt efni í þá svo ekki myndist forarvilpur í leysingum, vor og haust. Á stígunum er mikil umferð allan ársins hring af gangandi og hjólandi vegfarendum. Margir stígarnir eru um þessar mundir, 20. mars, ófærir, drullufen, svo vegfarendur neyðast til að fara út á grasflatir, þar sem komin eru hjólaför í grasið. Til lengri tíma hlýtur þetta að borga sig.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation