Körfuboltaskemmtigarður/völlur

Körfuboltaskemmtigarður/völlur

Mín tillaga er að við fáum góðan upplýstan körfuboltavöll í Vesturbæinn með gæða undirlagi og skilst mér að "Sport Court" sé málið í þeim efnum og þrautreynt hér á landi. Körfubolti er frábær íþrótt og skemmtileg fyrir fólk á öllum aldri. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að í nærumhverfi sigursælasta körfuboltaliðs síðari ára skuli ekki vera boðlegur körfuboltavöllur fyrir krakkana í hverfinu heldur stakar körfur í mismunandi ástandi, skakkar, netlausar, holótt undirlagt þegar það er ekki svelli og klaka hulið. Umræddir gæðavellir hafa verið settir upp víða undanfarið við miklar og góðar undirtektir þeirra sem þá nota...sbr.Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og síðast en ekki síst í Reykjanesbæ þar sem nýr völlur var vígður snemma árs 2017. Nú stendur fyrir að mér skilst endurskipulagning á útisvæði við Grandaskóla og þar liggur mín tillaga að planta slíkum körfuboltaskemmtigarði (já ég segi skemmtigarði). Kostnaður við slíka framkvæmd er minni en margur heldur en mikilvægi skemmtigarðsins mun að mínu mati margborga sig í formi forvarna og heilsueflingar öllum til heilla.

Points

Mikill áhugi er á körfubolta í Vesturbænum en aðstaðan fyrir krakkana er vægast sagt léleg. Tvær körfur eru við Grandaskóla (ekki á sama stað) en yfir vetrarmánuðina er sannast sagt hættulegt að spila þar vegna hálku og klaka. Mikil umræða hefur verið um hreyfingaleysi barna og ungmenna og er völlur sem hér er lagður til gríðarlegur hvati til þess að vera úti að leika sér í stað þess að liggja yfir skjánum heima. Heilsuefling, forvarnir og skemmtun fyrir börnin okkar eru því stærstu rökin.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Slíkan körfuboltavöll vantar í hverfið okkar

Það er nú reyndar svona völlur við Hagaskóla, en um að gera að setja upp annan enda skemmtilegt í körfubolta.

"Heilsuefling, forvarnir og skemmtun fyrir börnin okkar eru stærstu rökin" 👍 svona körfuboltavöll bráðvantar í vesturbæinn

Nóg pláss á Lynghagaróló þar sem er lélegur fótboltavöllur sem er lítið notaður. Frekar að lagfæra fótboltavellina við Ægissíðuna og setja upp almennilegan körfuboltavöll á Lynghagaróló

Það vantar einmitt svona. Svo margir að æfa körfu og ekki nógu margir vellir til að æfa.

Það er búið að teikna svona völl inn á Melaskólalóðina, þarf að ýta duglega við liðinu sem ræður

Klárlega eitthvað sem er nauðsynlegt fyrir hverfið, nánast engar körfur eru í póstnúmerum 107 og 170.

Frábært framtak. Ég myndi nota þetta mikið.

Frábær hugmynd. Lykilatriði að gera ráð fyrir snjóbræðslu og lýsingu.

aukin hreyfing barna og unglinga skilar sér til baka

😀

Já, klárlega nauðsynlegt að fá körfuboltavöll fyrir fyrirmyndarkörfuboltakynslóð! Þvílíkt áhugasamir KR ingar þarna á ferð✌🏻Vá hvað þetta væri frábær völlur, útiæfingar jess og við KR foreldrar gætum td. orðið líklegri í að æfa okkur í stinger!!😉 Alla leið!!

Heilsueflandi - útivist - samfélagslegt . Mæli 110 % með körfuboltavelli í vesturbæinn

Algjörlega sammála öllu því sem fram hefur komið

Eflum körfuboltann enn frekar í vesturbænum með því að fá svona völl.

Það er um að gera að auka tækifæri fólks til að stunda íþróttir úti. Með því að breyta Hagatorgi í garð í stað þess að hafa þar umferðarmannvirki mætti koma þar fyrir körfuboltavelli, parkour svæði, hjólabrettabraut eða útivistarsvæði fyrir skátana. Kannski væri pláss fyrir þetta allt saman.

Frábær hugmynd svo ekki sé minnst á að völlurinn við Hagaskóla er þétt setin allt sumarið

Mjög góð hugmynd! Margir krakkar sem eru í körfubolta í hverfinu og íþróttahúsið alltaf fullbókað. Hefur mikið forvarnargildi. Ég er alveg viss um það að svona völlur yrði mikið notaður.

Góð aðstaða til útiveru og íþróttaiðkunar. Körfur við Melaskóla eru ansi lúnar og lélegar orðnar.

Frábær hugmynd ! Það er mikill áhugi á körfubolta í Vesturbænum, því myndi svona völlur bæta mikið við aðstöðuna sem er fyrir. Útivera, hreyfing, leikur og góður félagsskapur, það eru lykilatriði í forvarnar- og uppeldisstarfi unga fólksins okkar.

Mikil þörf en léleg aðstaða

Aukin gleði, bætt heilsa og forvarnir fyrir börnin okkar eru stærstu rökin :-) Skemmtigarður/völlur hljómar til notkunar allt árið um kring. Mætti nýta fjármagn frá Betri Reykjavík til að gera snjóbræðslu undir slíkan völl?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information