Byggja útisundlaug við Sundhöll Reykjavíkur
Vantar góða sundlaug í miðbæinn
Er ekki kominn tími til að uppfylla lagaskyldu og námskrá með sundkennslu? Ekki eins og það sé bara val hvers skóla eða sveitarfélags?
Hvernig væri að fá lítinn vatnsrennibrauta garð einhvar staðar á höfuðborgarsvæðinu ?
Það ætti að sameina þessa hugmynd og Útisundlaug við Sundhöllina í eina. Þá dreifist ekki fylgnin.
Sammála. Það mætti jafnvel biðja þá Robert og Gunnar að útfæra leið til þess í kerfinu...
Sundhöllin er búin að anna skólasundi allra skólanna niðrí bæ áratugum saman. Ég sé ekki að það hafi nokkuð breytst nema að menn fari að fara eftir námsskrá og fari að ver með skólasund einu sinni í viku allt árið frekar en aðra önnina. Helsta breytingin er sú að skólar hafa fært sig yfir í Laugardalslaugina. Sundhöllin er ekki mikið sótt það er ekki lengi verið að skoða aðsóknartölur og þar er Höllin ansi aftarlega. Ég kann óskaplega vel við að koma í Höllina öðru hverju og það er flott pottamenning þar. Svekkjandi að það er Hellings útisvæði upp á þaki sem er að lang mestu leiti ónotað. Þeir sem vilja komast í útilaug ættu að ná að rölta yfir í Vesturbæjarlaug.
Í Reykjavík eru 7 almenningsssundlaugar auk fjölmargra sundlauga í nágrannasveitarfélögunum. Bæði Vesturbæjarlaugin og sundlaugin í Laugardalnum eru í hjólafæri við miðbæinn. Held að ósk um útisundlaug við Sundhöllina sé spurning um lúxus sem við höfum ekki efni á. Er ekki gott að hlúa að Sundhöllinni eins og hún er?
Mikilvægt er að geta boðið upp á inni- sem og útisund við Sundhöllina. Sundstaðir stuðla að hreyfingu og velferð allra aldurshópa og laða einnig að ferðamenn, innlenda sem og erlendra. Auk þess myndi framkvæmd sem þessi vera atvinnuskapandi fyrir arkitekta, verkfræðinga, iðnaðamenn og fleiri. Áhugasamir geta skoðað Facebook-síðu Torfusamtakanna og tölvuteiknaða mynd af útisundlaug Sundhallarinnar.
Níu skólar stunda skólasund í höllinni. Sundhöll Reykjavíkur er í raun löngu sprungin, skólarnir virðast ekki geta uppfyllt kennsluskyldu í sundi eins og málum er háttað.
Sundlaugarnar sem vi eigum eru lokaðar á þeim tímum sem að mesti aðgangur borgandi viðskiptavina var þe. Á kvōldin og um helgar. Í sparnaðarskyni. Hversu vitlaust er það? Opnum nýjar???
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation