Borgartré

Borgartré

Mótuð verði stefna um borgartré og skóga á landi borgarinnar. Við skipulagningu nýrra hverfa verði ávalt gert ráð fyrir götutrjám og trjálundum á opnum svæðum. Í eldri hverfum verði leitast við að koma fyrir borgartrjám þar sem nægjanlegt rými er í borgarlandinu t.d. meðfram stofnbrautum. Eldri trjálundir víki ekki fyrir þéttingu byggðar.

Points

Það ætti að vera hluti af trjástefnunni að ákveða hvar ekki á að planta trjám. Fá svæði innan borgarmarkanna eru nokkurn veginn ósnert. Mega þau ekki fá að vera í friði áfram? Sums staðar virðast tré vaxa upp af sjálfum sér, eins og í Laugarásnum og á Geldinganesi. Verndun slíkra svæða fellur líkast til undir samninga Íslands um verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Skoðið þetta t.d., frá skosku skógræktinni: http://scotland.forestry.gov.uk/images/corporate/pdf/scottish-forestry-strategy-2006.pdf

Auk þeirrar prýði sem er af borgartrjám þá veita þau margskonar vistþjónustu og stuðla að bættri lýðheilsu. Þau veita skjól, draga úr svifryki, draga úr frárennsli óæskilegra efna og efla lífbreytileika. Fjölmargar rannsóknir staðfesta að heilsa og hegðun fólks batnar borgarumhverfi sem er umvafið trjám.

Sigurður Jóhannesson: Allt frá landnámi Íslands hefur ómeðvitað verið unnið öturlega að því að draga úr fjölbreytileika lífs til lands og sjávar. Kannski eru það fyrirséð viðbrögð við viðleitni til auka lífbreytileka á ný að kalla það ónefnum eins og „ógn við líffræðileganfjölbreytileika“.

Ódýr og áhrifarík leið til þess að efla lýðheilsu og vellíðan borgarbúa - um leið og hún eykur verðmæti fasteigna. "Would you spend $8 per year to see your community reduce rates of obesity, heart disease, anxiety and asthma? Still not convinced? What if that investment also reduced energy costs and increased property values?" http://thecityfix.com/blog/urban-trees-a-smart-investment-in-public-health-robert-mcdonald/?utm_source=twitter.com&utm_medium=wricities&utm_campaign=socialmedia

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information