Þetta er forvarnarmál og því ber að flokka þetta sem VELFERÐARMÁL Snjór er af skornum skammti. Hægt er að framleiða snjó þegar hitastigið er við frostmark eða undir því. Brekkan hefur meira og minna verið lokuð í vetur vegna þess að það vantar snjó en frostið hefur ekki vantað. Ef snjór hefði verið til staðar væri búið að vera opið alla daga vetrarins. Þetta er útivist fyrir börn á veturna, en á þessum tíma árs eru ekki til staðar mörg tækifæri til útivistar fyrir börn innan borgarmarkanna.
Algjörlega sammála. Brekkan hefur mjög jákvæð heilsueflandi áhrif þegar hún er opin og því væri algjörlega stórkostlegt að geta haldið opnu fleiri daga.
Frabært að geta komist með krakkana oftar í brekkuna
Ekki spurning - væri snilld að komast oftar á skíði og bretti í hverfinu - gott fyrir bæði börn og fullorðna
Meiri snjò og ùt međ börnin ađ leika.
Styð heilshugar. Stuðlar að heilbrigðri útiveru og hefur forvarnargildi.
Nauðsynlega fjölbreytni og aukningu í hreyfingu barna þarf ekkert að rösktyðja nánar í dag.
Gæti ýtt undir útiveru og hreyfingu hjá börnunum í hverfinu.
Frábær hugmynd sem klárlega ýtir undir hreyfingu og útiveru!
Gæti ýtt undir útiveru og hreyfingu hjá börnunum í hverfinu.
Þetta er málið!
Meiri útivera og hreyfing - sammála Eysteini
Hugmyndin snýr að forvörnum. Allt of mörg börn hreyfa sig ekki nógu mikið. Þetta eykur fjölbreytnina og framboðið af tækifærum til að efla hreyfingu barna. Of mörg börn sitja við tölvuleiki í skammdeginu. Með því að fjölga dögum sem brekkan er opin er verið að auka lífsgæði barna og byggja upp hreyfigetu til framtíðar. Vel er hægt að framleiða snjó með einföldum og ódýrum hætti. Þeir sem eiga ekki skíði geta fengið þau leigð. Ef af yrði væri sniðugt að fara í samstarf við Bláfjöll með skíðabúnað
Væri frábært að fá framleiðslu í brekkuna veit að mínir strákar myndu fagna þessu.
Frábært fyrir alla sem elska að renna sér
Styð heilshugar. Stuðlar að heilbrigðri útiveru og hefur forvarnargildi.
Frábær hugmynd, styð hana heilshugar- í minni fjölskyldu færu bæði unglingarnir og fullorðnafólkið á skíði og stubbarnir fengju að fara á þotu
Eykur útiveru barnanna í hverfinu
Frábært tækifæri fyrir krakkana til að nýta þessa góðu brekku sem oft er ekki með nægum snjó
Tilvalið til að auka útiveru barna og mögulega fylgja foreldrar með
Mjög gott .
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation