Það er mikil umferð á Sæbraut á álagstímum. Þegar Vogahverfi byggist upp mun umferð enn frekar færast úr Súðarvogi og upp á Sæbraut. Almenningssamgöngur ganga mjög hægt á þessu svæði á álagstímum. Það virðist vera nægt rými fyrir sérakrein fyrir Strætó á stórum köflum. Sérstaklega bera að nefna í suðurátt frá Holtavegi og langleiðina að gatnamótum við Súðarvog.
Gæti ein sérakrein nýst í báðar áttir fyrir strætó? Yrði þá notuð austur-vestur á morgnana en vestur-austur eftir vinnu? Pæling.
Sérakrein Strætó í suðurátt myndi styðja verulega tengingar almenningssamganga við atvinnusvæði í Vogum og Görðum. Draga úr töfum og auðvelda farþegum tengingar við aðrar leiðir á skiptistöðum. Einnig mætti bæta við forgangi á umferðarljósum bæði í norður- og suðurátt á Sæbraut.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation