Höfuðborgarsvæðið eitt bókasafnasvæði

Höfuðborgarsvæðið eitt bókasafnasvæði

Höfuðborgarsvæðið eitt bókasafnasvæði

Points

Það er algerlega fáránlegt að lánþegar bókasafna þurfi að greiða tvö árgjöld til að hafa aðgang að öllum almenningsbókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu. Borgarbókasafn á að hlutast til um það að árgjald í safnið gildi líka í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Þetta er eitt viðskiptasvæði og ætti þar af leiðandi að vera eitt útlánasvæði.

Áhugaverð ábending um svið þar sem samrekstur sveitarfélaganna gæti borgað sig. Mér þætti þó áhugavert að heyra hvað fólki sem þekki til bókasafna í mörgum sveitarfélögum finnst um gæði þjónustunnar og muninn milli sveitarfélaga.

Þó að þetta sé vissulega frábær hugmynd, þá hefur Reykjavík engin völd í stjórnsýslum bæjarfélaganna hér í kring, né er sérstaklega óeðlilegt að það séu aðskilin gjöld innan hvers bæjarfélags.

Ég er nú ekki íbúi í Reykjavík, en ég er íbúi á höfuðborgarsvæðinu og strafsmaður Borgarbókasafns. Ég get upplýst að í mörg ár hafa verið samningar milli Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar annarsvegar og Seltjarnarness hinsvegar um að sé árgjald greitt á einum stað gildi það jafnlengi á hinum stöðunum (veit ekki hvort þetta gildir milli Mosfellsbæjar og Seltjarnarness). Jafnframt hefur verið hægt að skila bókum á þessum stöðum og fá bækur sendar milli staða. Það væri auðvitað gott ef þetta gilti á öllu höfuðorgarsvæðinu en veit ekki hvort það hefur komið til tals. Ég tek svo undir með Sverri að það væri áhugavert að heyra hvað fólki finnst um gæði þjónustunnar og muninn milli sveitarfélaga.

Jú, ef þú borgar t.d. árgjald í Mosfellsbæ þá gildir skírteinið í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.

Ég bý í Hafnarfirði, hef unnið í Bókasafni Hafnarfjarðar, Borgarbókasafni og vinn núna í Bókasafni Kópavogs. Alls staðar hefur fólk kvartað undan því að ekki sé hægt að fara á milli allra safna á höfuðborgarsvæðinu og finna sér gögn, bæði lánþegar og starfsmenn. Það er regla á höfuðborgarsvæðinu að millisafnalán séu ekki tíðkuð þar sem lánþeginn á að geta farið sjálfur og sótt gagnið í annað sveitarfélag. En til þess að lánþegi í Reykjavík geti farið í Kópavog og sótt sér gögn sem hvergi annars staðar finnast þá þarf viðkomandi að borga auka árgjald í Mill-Reykjasambandi bókasafna (Kópavogur, Hafnarfjörður, Álftanes og Garðabær) til að fá þetta gagn. Annað hvort á að leyfa millisafnalán eða breyta þessu í eitt lánþegasvæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information