Á milli Seljahverfis og Kópavogar liggur breiður og góður göngustígur. Bæta þarf verulega aðgengi að þessum stíg úr Seljahverfinu, þ.e. setja tengistíga yfir á þennan göngustíg. Td. upp af Látrarseli, Lambaseli og Holtaseli. Huga þarf að lýsingu á þessum tengisstígum.
Göngustígurinn milli Seljahverfis og Kópavogs er góð gönguleið og ætti að tengja vel saman sveitafélögin. Svæðið þarna í kring er mjög gott til útivistar og mætti nýta miklu betur. Eins og er þá er erfitt að komast að göngustígnum frá Seljahverfinu, mjög fáir tengistígar liggja þarna að. Einnig er mikið myrkur þarna á svæðinu þegar er dimmt og börn því óörugg að fara um svæðið, sem og fullorðnir.
Fleiri tengistígar væru kærkomnir. Auk þess væri mjög gott að hafa skilti við upphaf tengistíganna af stóra stígnum þar sem stendur inn í hvaða sel þeir vísa því sums staðar veit maður ekki inni í hvaða götu maður lendir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation