Við Ingunnarskóla er lítið um leiktæki og aðstöðu fyrir krakka til að leika sér, samanborið við hinn skólann hér í Grafarholtinu. Þar má finna allt aðra aðstöðu, þar sem um 14 mismunandi gerðir af leiktækjum er að finna, miðað við 4 tegundir við Ingunnarskóla. Þessi hugmynd felur í sér að gera skólalóðirnar sambærilegar fyrir báða skólana í hverfinu. Hér má sjá skólalóðina við Sæmundarskóla https://www.facebook.com/hordur.birgisson/videos/10153136821847686/?l=5591290051406646653
Með vel skipulagðri og aðlaðandi skólalóð þar sem allir nemendur finna sér eitthvað við hæfi að gera mun árekstrum milli nemenda fækka og gleðin aukast. Þar með verður ekki lengur kvöð að fara út í frímínútur heldur hreint og beint eftirsóknarvert og hefur þar með þau áhrif að hlutverk frímínútna kemst til skila. Glaðir námsmenn nema betur.
Ég er með því að skólalóð við Ingunnarskóla verði uppfærð í líkingu við Sæmundarskóla.
Aðstaðan í Sæmundarskóla er algerlega fyrsta flokks og safnast krakkar þar saman í allskyns leik eftir skóla. Sama er ekki hægt að segja með skólalóð Ingunnarskóla þar sem lítið er aðhafst nema það sem knattspyrna á battavellinum.
Ég á átta ára dóttur í Ingunnarskóla og krakkarnir taka alveg eftir þessu misræmi á milli skóla. Hvernig á maður að svara þegar þau spyrja hvers vegna krakkarnir í hinum skólanum fái miklu flottari skólalóð en þau?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation