Hjólavísar (bike & chevron) götur með =<50 km hámarkshraða

Hjólavísar (bike & chevron)  götur með =<50 km hámarkshraða

Hjólavísar (bike & chevron) götur með =<50 km hámarkshraða

Points

TIl að auka vegferð hjólreiða sem eru einn öruggasti, ódýrasti og skilvirkasti ferðamáti í borgarlandslagi mætti setja hjólavísa () á allar götur þar sem hámarkshraði er 50 km eða lægri. Kostir: -Hjólreiðamenn upplifa sig velkomna í umferðinni -Ökumenn verða meðvitaðri um hjólreiðamenn -Fleiri myndu velja reiðhjólið sem samgögnumáta (umhverfisvænt, ódýrt og heilbrigt)

Finnst ekki þörf á þessu allsstaðar en þetta er góð leið þar sem er hjólaleið. Getur vel átt við líka þar sem 50 km/klst að því gefnu að umferð sé ekki of mikil.

Þetta er frábær hugmynd, staðleysa hjólreiðafólks í borginni er alveg óþolandi.

Flottur!

Hvað áttu við með "þar sem er hjólaleið"?

Sammála. Hjólavísar eru ekki skammtíma lausn og krefjast viðhalds. En ef þeir eru settir allsstaðar þá verða þeir skammtímalausn þar sem aðrar lausnir eru heppilegri, t.d. þar sem umferð bíla er mikil.

Ég er sammála Guðbjörgu um að það sé ekki þörf á þessu þar sem hraðinn er minni en 50km/klst því þar fer hjólandi og akandu umferð alveg ágætlega saman. Hinsvegar bætir þetta öryggi hjólreiðamanna óneytanlega á götum þar sem hraðinn er 50+.

Auðvitað mega hjólreiðamenn hjóla allsstaðar en stundum vilja menn leggja skilgreina ákveðnar leiðir sem hjólaleiðir sem þá eru skiltaðar og settar fram á korti og fá þá þjónustu (t.d. vetrarþjónustu) í samræmi við það. Hjólavísar geta verið mjög gagnlegir til að viðhalda samfellndi leiðarinnar þar sem ekki er hægt, komin eða ástæða til að vera með vegameiri lausn. Point-ið var kannski frekar að nota þetta þar sem menn vilja leggja hjólaleiðir en ekki út um allt. Því þó þetta sé tiltölulega ódýr lausn þá endist hún stutt. Ég hefði því viljað sjá að menn notuðu fjármunina frekar í að gera varanlegri lausnir líka. En klárlega má nota hjólavísa víðar!

Ég get tekið undir að hjólavísar eru strangt til tekið ekki nauðsynlegir þar sem hámarkshraði er 30km, en þeir myndu án efa bæta "sambúð" hjólreiðamanna og bílstjóra að því leiti að gera bílstjóra meðvitaða um rétt hjólreiðamanna til að nota göturnar. Þá er ég ekki sammála því að hjólavísar séu skammtímalausn. Þeir krefjast varanlegs viðhalds, rétt eins og gangbrautir.

Grein um hjólavísa : http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/879950/

Svar við rök Sverris Bollasonar: Langholstvegur er með 50 km hámarkshraða að miklu leyti, en hjólreiðamenn virðist vera ánægðir með hjólavísana þar. Er ekki Skipholtið einnig blönduð 30 og 50 ? En það á kannski ekki við að setja hjólavísa als staðar. Heldur á einhverjum aðalleiðum. Bæði kostnaður og þörf ræður einhverju um þá afstöðu minni.

Göturnar með 50 km hámarkshraðann eru oft þær mikilvægustu fyrir mig sem hjólreiðamann, sbr. Langholtsveg, Sundlaugarveg, Borgartún, Snorrabraut. Þetta eru langar beinar götur sem margar leiðir liggja um. Á þessum götum hjóla ég alltaf á götunni því að annars þarf ég að hossast upp og niður gangstéttarkanta og láta bíla úr hliðargötum aka í veg fyrir mig. Hjólastígar og breytt skipulag eru langtímalausnin en svona málaðar brautir gætu verið gagnlegar í millitíðinni - þó eru fordæmin ekki lofandi (Hverfisgata).

Mér finnst að þetta ætti fyrst og fremst að miðast við 30 km/klst svæði. Þar sem umferð er mikil og hámarkshraði 50 er hætt við að fólki finnist það mjög óöruggt með þessari lausn. Þar þyrfti sérstakar lausnir að mínu mati. En það má hins vegar gera meira af því að kynna fyrir fólki möguleikann á að nota göturnar á 30km/klst svæðunum til að hjóla á og að kenna ökumönnum að virða þann rétt fólks að hjóla á götunni við þær aðstæður.

Nýlega kom á daginn að það kosti 5 milljónir að endurnýja hjólavísana á Langholstvegi. (Sem er reyndar ansi löng gata ) En við erum nokkrir sem hafa velt fyri okkur hvort ekki væri mun ódýrari að nota skabalon og mála, frekar en nota massa sem er búið að kaupa erlendis frá (að öllum líkindum ?). Endingin yrði siðri, en efnið mun ódýrari og mætti láta unglinga mála þessu. (?) Þar af leiðandi mætti etv endurnýja á hverju vori eða annaðhvort vor.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information