Strandblaksvöllur í vesturbænum
Einn af fyrstu strandblaksvöllunum landsins var við Vesturbæjarlaug, það var grasvöllur. Strandblak er ört vaxandi íþrótt á Íslandi, og er að verða ein stærsta sjónvarpsíþróttin á heimsvísu. Hér á landi eru keppnisvellirnir orðnir 31 á 16 stöðum á landinu. Einungis þrír keppnisvellir eru í allri Reykjavík nánar tiltekið í Grafarvogi. Á sumrin eru þeir vellir svo vel sóttir að færri komast að en vilja. Því væri gaman að fá keppnisvöll í Vesturbæinn og auka þannig íþrótta- og mannlíf í hverfinu.
Eru ekki vellir í Nauthólsvík og á Klambratúni líka?
Það er varla hægt að kalla þá velli, a.m.k. ekki keppnisvelli þar sem það eru t.d. engar línur sem afmarka völlinn. Völlurinn á Klambratúni er mjög grýttur og netið er í tennishæð. Völlurinn í Nautholtsvík er heldur ekki góður þar sem sandurinn er mjög grófur og völlurinn mjög hallandi.
Það er rétt Sverrir, þessi hugmynd á vel heima með hugmyndinni um að nýta lóðina við Vesturbæjarlaugina betur.
Ók, ég skil.. styð þetta.
Bendi á hugmyndir um að nýta betur lóðina kringum Vesturbæjarlaugina og þá vinnu sem Hverfisráð Vesturbæjar stendur fyrir til að endurnýja Hofsvallagötuna. Gæti tengst því...
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation