Hugmyndin snýst um það að skapa skilyrði til þess að íbúum í Norðlingaholti fjölgi þannig að von um matvörubúð í hverfinu geti ræst. Vonir um um að þessi grunnjónusta verði í hverfinu er háð stækkun þess, 3600 íbúar duga ekki til þess eins og reynslan sýnir. Framkvæmdin krefst breytinga á aðalskipulagi og framkvæmdaáætlunum borgarinnar.
Það verður að teljast óviðunandi að binda alla íbúa í Norðlingaholti við að sækja fumþarfir eins og matvæli með akstri langa leið. Með aldrinum hættir fólk að aka sjálft og akstur er kostnaðarsamur útgjaldaliður allra fjölskyldna. Það eru bæði efnahagsleg og vistfræðileg rök fyrir því að tillaga sem þessi komi sem fyrst til framkvæmda og unnt að taka fyrstu skref í þá átt fyrir árslok 2015.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation