Setja upp aðstöðu fyrir unga vegglistamenn
Veggjakrot er mikið lýti í borginni. Eigur borgar og almennings eru ítrekað skemmdar og kostnaður við hreinsun er gríðarmikill. Ná til ungra krotara með því að bjóða þeim í vinnustofur þar sem reyndir vegglistamenn kenna réttu handtökin. Uppfræða unga listamenn um það hversu dýrt er að hreinsa veggjakrot af. Jafnframt væri hægt að útvega aðstöðu þar sem slíkt athæfi væri leyfilegt. Hluti af verkefninu er að fá unga vegglistamenn til samstarfs um að mála og lagfæra skemmdir vegna veggjakrots.
Þessi hugmynd kom í síðustu viku í Kastljósi hjá Ellen Guðmundsdóttur .
Þetta er langt frá því að vera ný hugmynd og er mun eldri en eins-tveggja ára gömul. En gott að hún skuli vera komin á loft á ný undir þessum formerkjum og vonandi að hún verði að veruleika. Helst vildi maður sjá nokkra veggi í Rvk sem væru ætlaðir til slíks brúks. Hugsanlega væri hægt að færast upp "stigann" og skreyta veggi sem eru meira áberandi en aðrir þegar árangur viðkomandi gæfi tilefni til slíks?
Takk fyrir þetta gott fólk. Ég vil taka það fram að þessi hugmynd um að hafa aðsetur fyrir veggjakrotara er ekki ný hugmynd og hefur verið í umræðunni annað slagið. En þessi hugmynd sem ég er búin að vera að smíða undanfarin tvö ár snýst um innri starfsemi og hvað unglingurinn þarfnast í þessu samhengi, þar sem áhorfandinn leikur lykilhlutverk og vil ég leggja upp úr sýningum og ýmsu öðru. Já vonum svo sannarlega að borgaryfirvöld taki við sér og skoði greinagerðina og hvað ég hef fram að færa þar ásamt því fagfólki sem verður með mér um borð.
Mér leist mjög vel á þessa hugmynd sem Ellen kom með í Kastljósinu og sá jafnframt viðtal við hana í DV. Glæsileg hugmynd sem borgaryfirvöld ættu að styðja, ekki spurning.
Ég skil ekki alveg hugmyndina, hvernig á að breyta veggjakroti í verðmæti? Ég sá ekki þennan kastljósþátt. Væri betra að útskýra þetta aðeins.
Það þarf ekki bara einhverja sérstaka aðstöðu, heldur ætti að fá þá til að skreyta byggingar sem eru ekki endilega einhver "sérstök aðstaða" líka. Hérna í Winnipeg sér maður oft hús, bæði heimahús og önnur, sem eru skreytt með mjög skemmtilegum vegglistaverkum bara til þess að lífga aðeins upp á tilveruna. Það þarf ekkert endilega að afmarka þetta við eitthvert ákveðið svæði eða setja í formlegt box, heldur frekar að nýta þessa hæfileika betur almennt. Það væri t.d. gaman ef húseigendur gætu tilkynnt bæjarstjórn eða öðrum yfirvöldum að þau myndu vilja láta skreyta húsið sitt, og þá hefðu þessir listamenn aðgang að lista þar sem þeir gætu látið vaða, væntanlega í samráði við forráðamenn eignarinnar.
Gott dæmi um hvað listamenn geta gert góða hluti ef þeir fá aðstöðu er á hverfisgötu við biðstöð strætó móti Bíó Paradis. World wide friends hafa sett upp flotta verslun í húsinu og listamenn hafa sett upp bekki og skreytt undirgöngin. Þarna var áður óreglufólk til húsa en núna blómstrar húsið af lífi. Ef ungum listamönnum er gert kleyft að fá aðstöðu gerast góðir hlutir :-)
Kona að nafni Ellen Guðmundsdóttir var að leggja inn greinagerð til borgarráðs með þessarri hugmynd í síðustu viku og heitir tilraunaverkefnið Úr veggjakroti í verðmæti.Hún Ellen var í Kastljósi í síðustu viku og er búin að fá gott fólk með sér í þetta þarfa verkefni. Vonum nú bara að borgaryfirvöld sjái hag sinn í því að samþykkja þessa tillögu. Rosalega flott hugmynd hjá henni sem hún var búin að þróa í 2 ár. Held að hún sé mjög flott í þetta verkefni.
Listamenn sækja um afnot og fá flötin til afnota í mánuð í senn. Þessir fletir veða við göngustíga eða á áberandi stað í öllum póstnúmerum Reykjavíkur. Besut kveðjur Gísli Hjálmar Ólafsson
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation